Ég skrifa og hanna skemmtilegar húsbækur fyrir orlofshús. Þar koma fram upplýsingar um virkni hússins, umgengnisreglur og aðrar mikilvægar upplýsingar. Í bókunum eru líka upplýsingar um afþreyingu og þjónustu í nágrenninu, auk áhugaverðs fróðleiks um sögu svæðisins. Bókin er í stærðinni A4. Hugmyndin er að hver síða sé sett í plastvasa eða plöstuð og svo sett í möppu. Þannig er hægt að skipta út síðum þegar upplýsingar breytast.

Smellið hér til að skoða húsbókina.