Orðaval slf. hefur sérhæft sig í textaþjónustu og ritstýringu miðla fyrir stéttarfélög frá árinu 2019. Stofnandi og eini fasti starfsmaður fyrirtækisins, Baldur Guðmundsson, býr að viðamikilli reynslu af fréttaskrifum og textavinnslu. Eftir að hafa lokið menntun í fjölmiðlafræði starfaði hann á fjölmiðlum í 15 ár. Hann söðlaði um árið 2019 og sinnir nú mestmegnis textaþjónustu fyrir stéttarfélög.
Hef umsjón með og rita efni á vef félagsins auk þess að annast samfélagsmiðla.
Ritstýri vef félagsins og fréttabréfum. Hef einnig aðstoðað við ritun kynningarefnis vegna kjarasamninga.
Gerði þriggja mánaða samning við Mannlíf, á milli verkefna. Skrifaði fréttir og fréttaskýringar.
Hef umsjón með og rita allt efni á vef félagsins auk þess að annast ritun fréttabréfa. Ég sé um samfélagsmiðla félagsins og tek að mér ýmis tilfallandi verkefni, svo sem að semja skoðanakannanir, greina niðurstöður kannana, rita kynningarefni og aðstoða við pistlaskrif.
Tók þátt í að byggja upp vef Fréttablaðsins og skrifaði þar fréttir daglega.
Sinnti fjölbreyttum störfum fyrir DV í áratug en síðustu fjögur árin gegndi ég stöðu millistjórnanda.
Ég skrifa og hanna skemmtilegar húsbækur fyrir orlofshús. Þar koma fram upplýsingar um virkni hússins, umgengnisreglur og aðrar mikilvægar upplýsingar. Í bókunum eru líka upplýsingar um afþreyingu og þjónustu í nágrenninu, auk áhugaverðs fróðleiks um sögu svæðisins. Bókin er í stærðinni A4. Hugmyndin er að hver síða sé sett í plastvasa eða plöstuð og svo sett í möppu. Þannig er hægt að skipta út síðum þegar upplýsingar breytast.