Um Orðaval

Orðaval slf. hefur sérhæft sig í textaþjónustu og ritstýringu miðla fyrir stéttarfélög frá árinu 2019. Stofnandi og eini fasti starfsmaður fyrirtækisins, Baldur Guðmundsson, býr að viðamikilli reynslu af fréttaskrifum og textavinnslu. Eftir að hafa lokið menntun í fjölmiðlafræði starfaði hann á fjölmiðlum í 15 ár. Hann söðlaði um árið 2019 og sinnir nú mestmegnis textaþjónustu fyrir stéttarfélög.

Upplýsingar

Netfang:
baldur@ordaval.is
Sími:
6613901
Skrifstofa:
Engjateigur 3
Staður
105 Reykjavík
Heimasíða:
Orðaval.is

Dæmi um viðfangsefni

  • Ritun greina og pistla á vefsíður
  • Umsjón og ritstýring fréttabréfa
  • Deilingar á samfélagsmiðla
  • Graffísk framsetning
  • Húsbækur fyrir orlofshús
  • Greiningar og úrvinnsla gagna

Færni á forrit

WordPress
Infogram
Word
Excel
Facebook
PowerPoint

Helstu styrkleikar

  • Sjálfstæði í efnisöflun
  • Mikil reynsla af fréttaskrifum
  • Auga fyrir framsetningu
  • Góð tengsl inn á ritstjórnir flestra fjölmiðla

  • Næmni fyrir áhugaverðu efni
  • Fjölhæfni
  • Lipurð í samskiptum
  • Aðgangur að prófarkarlesurum, umbrotsmönnum og ljósmyndurum

Störf sem ritstjóri og blaðamaður

2020 -

Ritstjóri

MATVÍS - Matvæla- og veitingafélag Íslands

Hef umsjón með og rita efni á vef félagsins auk þess að annast samfélagsmiðla.

2020 -

Ritstjóri

Landssamband lögreglumanna

Ritstýri vef félagsins og fréttabréfum. Hef einnig aðstoðað við ritun kynningarefnis vegna kjarasamninga.

2020

Blaðamaður

Mannlíf / Birtíngur

Gerði þriggja mánaða samning við Mannlíf, á milli verkefna. Skrifaði fréttir og fréttaskýringar.

2019 -

Ritstjóri

Byggiðn - félag byggingamanna

Hef umsjón með og rita allt efni á vef félagsins auk þess að annast ritun fréttabréfa. Ég sé um samfélagsmiðla félagsins og tek að mér ýmis tilfallandi verkefni, svo sem að semja skoðanakannanir, greina niðurstöður kannana, rita kynningarefni og aðstoða við pistlaskrif.

2017 - 2019

Blaðamaður

Fréttablaðið

Tók þátt í að byggja upp vef Fréttablaðsins og skrifaði þar fréttir daglega.

2017-2017

Blaðamaður

Morgunblaðið

Skrifaði fréttir á mbl.is.

2007 - 2017

Blaðamaður / fréttastjóri

Útgáfufélag DV

Sinnti fjölbreyttum störfum fyrir DV í áratug en síðustu fjögur árin gegndi ég stöðu millistjórnanda.

Menntun

2005 - 2007

BA-próf í fjölmiðlafræði

Háskólinn á Akureyri

Nýleg útgáfa

Húsbók fyrir orlofshús

View More

Húsbók fyrir orlofshús

Ég skrifa og hanna skemmtilegar húsbækur fyrir orlofshús. Þar koma fram upplýsingar um virkni hússins, umgengnisreglur og aðrar mikilvægar upplýsingar. Í bókunum eru líka upplýsingar um afþreyingu og þjónustu í nágrenninu, auk áhugaverðs fróðleiks um sögu svæðisins. Bókin er í stærðinni A4. Hugmyndin er að hver síða sé sett í plastvasa eða plöstuð og svo sett í möppu. Þannig er hægt að skipta út síðum þegar upplýsingar breytast.

Smellið hér til að skoða húsbókina.

Skoðanakönnun 2020

View More

Skoðanakönnun 2020

Ég hef samið skoðanakannanir og unnið úr niðurstöðum þeirra; bæði efni fyrir stjórn félagsins og fréttir um könnunina á vef þess.